SunnudagsMoggi þolir greinilega enga krítík !

Þeir voru fljótir að losa sig við fyrri athugasemd mína, Moggamenn ! Leyfa bara birtingu á TVEIMUR bloggum í senn við þessa frétt, en ekki ótakmarkaðan fjölda niður alla blaðsíðu eins og hentar þeim oftast nær. Ég stend við allt sem ég sagði í fyrra bloggi mínu.

Semsagt: Ef Fréttablaðið hættir, hefur maður ekkert að lesa á sunnudögum.  Kannski Moggamenn ættu að athuga hverjir það eru sem enn eru áskrifendur - og fara að framleiða eitthvað alvöru lesefni fyrir þá á sunnudögum. Gefa frí frá Arnari Eggerti og poppvélinni; greinum um amerísk sakamál; uppskrúfuðum skrúðmælgislanghundum um fótboltakappa. Kynna sér markhópinn og hlúa að honum.. áður en það verður of seint.

 


mbl.is Ekkert Fréttablað á sunnudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég segi eins og börnin: Kúúúl- þú komin á moggabloggið!

María Kristjánsdóttir, 12.1.2009 kl. 18:35

2 identicon

Gaman að sjá þig hér Lana Kolbrún.

Það birtast aldrei fleiri en tvær bloggfærslur við fréttir og svo smella menn á Fleiri til að sjá fleiri.  Nú eða Færri til að sjá færri. Ekki svo flókið, eða hvað?

Gestur (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:30

3 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Gestur. Ég kann að nota Moggabloggið. Valmöguleikarnir "fleiri" og "færri" voru ekki í boði við þessa frétt fyrr en eftir að ég var búin blogga tvisvar við hana. Fyrsta færsla mín er horfin, sem og færsla Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 12.1.2009 kl. 20:11

4 identicon

Ég hef gaman af fótbolta.

Elvar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:14

5 identicon

Ég hef gaman af Lönu. Er ekki viss með Kolbrúnu.

Gestur (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:47

6 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Ég hef mjög gaman af fótbolta og er áskrifandi að fótboltasjónvarpsstöðvum. Ég hef atvinnu mína af popptónlist (að vísu hundgamalli) og tónlist er eitt af mínum helstu áhugamálum. Það breytir því ekki að mér finnst Mogginn geta verið betri. Mig langar til þess að fá virkilega gott dagblað til að lesa, en ekki þennan eilífa bardaga við yfirborðsmennskuna. Og svo kæri ég mig eiginlega ekkert um að skrifast á við nafnlausa bloggara sem fela sig á bakvið heilsuvöruumboð, fegurðardrottingar og gesti.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 12.1.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband