Tilheyrir fóstureyðing starfi iðnaðarmannsins ?

Ég er mest hissa hversu fáir hafa haft á orði hugmyndafræðina að baki auglýsingunni.

Samtök iðnaðarins eru að leggja það að jöfnu að fara í fóstureyðingu og láta skipta um bremsuklossa í bílnum. Auglýsingin/myndin sjálf er viðbjóðslega ljót - en þar fyrir utan - hvað eru menn eiginlega að pæla á auglýsingastofunni og SI ?

Að fóstureyðingar séu einhverskonar sjálfsagt „viðhald” á líkama konu ?


mbl.is „Fádæma sóðaleg auglýsing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær hafa verið margar súrar, auglýsingarnar upp á síðkastið. Hafa orðið kynslóðaskipti hjá auglýsingastofunum og þarf að kenna ungunum betri siðfræði ?

Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta er ósmekkleg auglýsing, sem "stuðar" á kolröngum forsendum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 14:33

3 identicon

Ætli menn hafi ekki verið að reyna að sýna fram á það að menn myndu aldrei leita til einhvers skottulæknis með líkama sinn og ættu kannski að hugsa á sama hátt um húsið sitt eða bílinn sinn... Þannig tók ég þessu! En allir verða móðgaðir einmitt já af kolröngum ástæðum.

Óli Ágúst (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband