5.3.2009 | 10:47
Jóhanna Sig og Ásta Ragnheiður ætla að stela peningum af öryrkjum. Hvar eru siðferðisleg sársaukamörk íslensks samfélags ?
Frétt á ruv.is í gær, 4. mars var svohljóðandi:
"Tryggingastofnun ríkisins má nú sækja upplýsingar beint af bankareikningum lífeyrisþega. Fram til áramóta var þetta ekki hægt vegna bankaleyndar. Fjármagnstekjur skerða nú bætur af fullum þunga." [...] áður var einungis horft til helmings þessara tekna, sem geta verið vextir af bankabókum[...] Ríkisskattstjóri hefur fengið fullan aðagang að bankainnistæðum fólks og verða þær færðar inn á framtöl allra landsmanna þetta árið. Frá skattinum fær Tryggingastofnun svo upplýsingar. Án bankaleyndar getur stofnunin fylgst betur með því hvað fólk á [...]. Greiðslur lækka því til þeirra sem eiga peninga í banka eða á annan hátt geta aflað sér tekna".
..................................................................................................
Frétt af heimili öryrkja í Reykjavík í dag, 5. mars, er svohljóðandi:Kona sem er lömuð í hjólastól með MS-sjúkdóminn hefur í mörg ár sparað til að geta endurnýjað 9 ára gamlan bíl. Bíllinn er henni lífsnauðsyn. Nú ætla sósíaldemókratarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kinnroðalaust að refsa henni fyrir það að hafa nurlað saman hálfu bílverði inn á bankabók - og lækka við hana örorkubæturnar, af því lamaður og hálfblindur öryrkinn fær svo miklar vaxtatekjur af nurlinu...
Semsagt: stjórnmálamenn Samfylkingarinnar telja það sér samboðið að stela af öryrkjum og lækka smánarkaup þeirra alfarið niður í ámátlegan sveitarstyrk. Íslenskt samfélag er VONLAUST og við erum föst hér í fátæktargildru af mannavöldum. Siðmenntað samfélag er hvergi í sjónmáli og ekki fara kjörnir fulltrúar á Alþingi á undan með góðu fordæmi, ekkert nema mannvonska og viðbjóður hvert sem litið er. Vona ég að allir þeir sem fundu upp tekjutengingarhelvíti öryrkja og aðstandenda þeirra, sem og allir þeir sem enn viðhalda því kerfi á íslandi, hrapi lóðbeint ofaní fordyrið hjá Dante, helst fyrir næstu kosningar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.