12.1.2009 | 16:30
Andsk! Hver nennir að lesa popp/íþróttablað Mbl á sunnudögum ?
Ef Fréttablaðið hættir, hefur maður ekkert að lesa á sunnudögum. Kannski Moggamenn ættu að athuga hverjir það eru sem enn eru áskrifendur - og fara að framleiða eitthvað alvöru lesefni fyrir þá á sunnudögum. Gefa frí frá Arnari Eggerti og poppvélinni; greinum um amerísk sakamál; uppskrúfuðum skrúðmælgislanghundum um fótboltakappa. Kynna sér markhópinn og hlúa að honum.. áður en það verður of seint.
Til umræðu að fækka útgáfudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Umfjöllun um poppmúsík er helsta ástæðan fyrir því að ég og mitt fólk les Morgunblaðið. Reyndar er sjaldan mikið um poppmúsíkskrif í sunnudagsblaði Moggans. Þau eru frekar í laugardagsblaðinu.
aloevera, 12.1.2009 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.