Hvers vegna eru mótmælin ólögleg ?!

Gott væri að fjölmiðlamenn gætu útskýrt það hvað nákvæmlega er ólöglegt við þessi mótmæli.
mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Steinn

Þar í ofanálag þarf að fá leyfi frá Lögreglu til að mótmæla, annars eru mótmælin ólögmæt. En það þýðir samt ekki að "riot" græjurnar eigi rétt á sér svo og þessi GAS manía. Ef til vill er Bjössi Bjarna með umboðslaun hjá framleiðanda gassins? Fær þúsund kall af hverjum líter sem notaður er?

Arnar Steinn , 20.1.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Í raun alveg með ólíkindum hvað menn geta fullyrt án þess að hafa neitt fyrir sér eða þekkingu á málefnum.

 Til þess að breyta stjórnaskrá þurfa þing að samþykkja breytinguna. Þ.e. það þarf að kjósa á milli. Í því felst möguleiki almennings á því að koma í veg fyrir breytingar á stjórnaskrá og er í raun þjóðaratkvæði.

 Ástæðan fyrir því að mótmælin eru ólögleg er sú að öllum er frjálst að mótmæla en þegar skipulög mótmæli fara fram þarf að sækja um heimild hjá lögreglunni, sú heimild fæst alltaf en í þetta sinn var ekki sótt um slíka heimild. Þetta er til þess að lögregla geti passað upp á öryggi allra. Í þetta skiptið þingmenn og starfsmenn þingsins sem og öryggi mótmælenda. Hinsvegar eru mótmælendurnir sjálfum sér verstir að hlíða ekki tilmælum lögreglu og kenna svo lögreglu alltaf um það þegar þeir lenda upp á kant við hana.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 20.1.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Zaraþústra

Kemst ekki inn á althingi.is í augnablikinu en í Lögreglulögum stendur, ef ég man rétt, að þú þurfir að tilkynna mótmælasamkomur til lögreglu og ef mér skjátlast ekki, að fá leyfi.  Það er að segja, þú þarft leyfi frá yfirvaldinu til þess að mótmæla yfirvaldinu eins einkennilegt og það kann að hljóma.

Zaraþústra, 20.1.2009 kl. 16:04

4 identicon

Ég held að þetta sé svolítil spurning um orðafar. "Mótmælin" sem slík geta varla talist ólögleg.  Það er lýðræðislegur réttur hvers einstaklings að mótmæla þ.e. haldi hann sér innan ramma laga og réttar.....en "mótmæla aðgerðirnar" þ.e. að fara inn í alþingisgarðinn, henda eggjum og skyri í lögreglumennina  og þinghúsið og önnur þess háttar skrílslæti eru náttúrulega kolólögleg og kasta að mínu mati rýrð á sjálf "mótmælin" og skilaboð þeirra sem falla vissulega í skuggan af "mótmælaaðgerðunum"

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Allt aumingjunum að kenna sem sætta sig ekki við að taka á sig gjaldfallin lán upp á húsverð án þess að hafa skrifað upp á neitt. Hengjum okkur bara í einhvern bókstaf og þá er allt í þessu fína.

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

 36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.

Gæti verið þetta.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.1.2009 kl. 16:12

7 Smámynd: Zaraþústra

Snæþór, er eitthvað sem skuldbindur nýtt þing til þess að hætta við breytingar á stjórnarskránni? Atkvæði til flokka eru ekki eyrnamerkt þannig að það sé ljóst hverjir eru að mótmæla stjórnarskrárbreytingum og hver ekki.  Að segja að þetta að þingkosningar séu í reynd þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar er ekki rétt.  Þó þing sé rofið og efnt til kosninga er ekkert sem segir að nýr meirihluti þurfi að endurskoða stjórnarskrárbreytingar eftir því sem ég best kemst næst.  Auk þess setur þú fólki afarkosti, að kjósa kannski flokk sem það vil ekki að sé við stjórnvölinn til þess að koma í veg fyrir breytingu á stjórnarskrár.  Sé heldur ekki hvernig það gæti hjálpað að skila auðu.

Zaraþústra, 20.1.2009 kl. 16:14

8 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Mér sýnist að sumir hér að ofan vaði í þeirri villu að halda að allar stjórnvaldsákvarðanir og lagasetningar hljóti að vera löglegar. Slíkt er fásinna. Jafnvel stjórnarskrárákvæði geta verið ólögleg ef þau bróta í bága við almenn mannréttindi, sem eru þau réttindi sem við eigum fyrir það eitt að vera manneskjur og hafa fæðst.

Elías Halldór Ágústsson, 20.1.2009 kl. 16:22

9 identicon

Þessi mótmæli eru ólögleg vegna þess að Ísland er lögregluríki þar sem allt er í reynd bannað nema það sé sérstaklega leyft. Það er sömu sögu að segja með tjáningarfrelsið, þú mátt tjá skoðun þína svo lengi sem skoðun þín er ekki ólögleg, svosem ef þú guðlastar, gerir gys að erlendum þjóðhöfðingjum o.s.frv.. Eina ástæðan fyrir því að fólk er ekki meðvitað um það hversu miklu lögregluríki við búum raunverulega í, er vegna þess að venjulega er allt með ró og spekt og engin ástæða þykir til að framfylgja íslenskum lögum.

Guðjón Rúnar: Það er lýðræðislegur réttur hvers og eins að mótmæla svo lengi sem yfirvöldum sé skítsama. Um leið og yfirvöldum finnst mótmælin ekki nógu kúl lengur geta þau bannað þau samstundis.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:25

10 identicon

Viðar:

"Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir."

Þetta síðasta er eitthvað sem þeir geta teygt til hins ýtrasta þar sem óspektir eru mjög óskilgreindar og getur jafnvel saklaus bumbusláttur verið tekinn sem ógnandi tilburðir til óspekta,"

Þú hittir naglann á höfuðið þar. Öll íslensk réttindi sem ég veit um virka svona, að menn hafa rétt á að tjá sig svo lengi sem ekkert er sagt sem gæti valdið usla. Menn hafa rétt á að mótmæla svo lengi sem engin hætta sé á usla. Mannréttindi á Íslandi eru slæmt djók sem eru einungis virt þegar enginn þarf á þeim að halda.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:27

11 Smámynd: Zaraþústra

Getum alltaf farið út í samskonar hártoganir, við erum ekki að mótmæla heldur tjá okkur listrænt.  Það er algjör tilviljun að fólk hópaðist þarna saman, það er ekkert almennt við þessa samkomu.

Zaraþústra, 20.1.2009 kl. 16:48

12 identicon

Ég vill í fyrsta lagi taka fram að ég er ánægður með mótmælin í dag, þau beindust að stórum parti loks að réttum aðilum. En að henda eggjum í lögregluna og vera að slást við lögregluna er bara fásinna. Ef þeir hefðu ekki verið þarna hvað hefði þá gerst? Mótmælendur hefðu sennilega stormað inn og vel gæti verið að einhverjir hefðu beitt ráðamenn og þingmenn ofbeldi að einhverjum toga. Það hefði verið reiðarslag fyrir mótmælendur almennt og margir myndu snú baki við mótmælendum og þar á meðal ég.

Þakkið frekar fyrir að lögreglan var þarna og sá til þess að mótmælin gátu farið fram með lágmarks tjóni. Það er jú hennar vinna að halda uppi lögum og reglum.

Á að leyfa ofbeldi vegna þess hvernig er komið fyrir okkur? Og ef menn brjóta af sér í starfi er þá löglegt fyrir þolanda að ganga í skrokk á viðkomandi og bera hann út af vinnustað sínum með valdi? Ef svarið við þessum spurningum er orðið já er ísland fyrst komið í vanda... ef svarið er já þá vill ég ekki búa hér.

Stefan (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:32

13 identicon

Já það er afar ógnandi að lemja steinhús að utan með matarsleif.

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:44

14 identicon

Það er óþolandi þegar menn halda því fram að fólk hafi eitthvað með breytingar á stjórnarskrá að gera. Eftirfarandi segir Snæþór nr. 4 hér að ofan ,,Til þess að breyta stjórnaskrá þurfa þing að samþykkja breytinguna. Þ.e. það þarf að kjósa á milli. Í því felst möguleiki almennings á því að koma í veg fyrir breytingar á stjórnaskrá og er í raun þjóðaratkvæði"  Þetta er þvættingur. Fólk kýs ekki um einstaka atburði. Hvað ef t.d. flokkur sem vill breyta stjórnarskránni í þá átt sem ég vill en á sama tíma vill hækka skatta um 10 %, og ég vill ekki kjósa flokk sem vill hækka skatta svona mikið, hvað á ég að gera Snæþór? Þetta að það sé kosið á milli og það gefi fólki eitthvert tækifæri er útúrusnúnigur óheiðarlegra stjórnmálamanna. Maður kýs um stefnu en ekki eitt aðskilið mál. Því miður þá læra menn af þessum óheiðarlegu og herma eftir þeim sömu tuggunua. Þetta er eins og þegar Árni Matt sagði að hann bæri ábyrgð vegna þess að hann myndi leggja gjörðir sínar í dóm kjósenda, þetta er þvættingur og óheiðarleiki. Hann veit sem er að hann verður í fyrsta sæti þess framboðslista í því kjördæmi sem hann fer fram í. Þannig að ef ég vill kenna honum lexíu þá er það tvennt sem kemur í veg fyrir það. nr. 1. ef ég get ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá er þetta dottið uppfyrir af sjálfu sér. nr. 2 ef ég vill kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá get ég ekkert gert ef ég er í öðru kjördæmi en Árni, eða ég er fastur í sama kjördæmi og Árni Matt, þá er það það eina sem ég get gert er að strika hann út, og til þess að það gagnist eitthvað og hann læri sína lexíu þurfa fleiri þúsundir að gera það líka. Þetta veit Árni og ég hef grun um að Snæþór viti líka þetta trix með það að segja að það sé kosið á milli og það leysi menn undan ábyrgð. Snæþór þú hefur greinilega lært sitt lítið af hverju af lærifeðrunum í Sjálfstæðisflokknum eða hvað?

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:02

15 Smámynd: DanTh

Þeir sem setja sig yfir okkur hafa í gegnum tíðina, með ýmsum hætti, skotið tryggum stoðum undir völd sín í því augnamiði að halda almenningi í hæfilegri fjarlægð. 

Þegar ég tala um almenning er ég vitaskuld að ræða um okkur sem einn daginn erum talin góðir og gyldir þjóðélagsþegnar en hinn daginn skríll, lýður og eitthvað þaðan af verra þegar við látum í ljós reiði okkar vegna valdníðslu stjórnvalda.  

Það að mótmæli séu ekki lögleg nema með heimild lögregluyfirvalda og þurfi að vera undir eftirliti lögreglu til þess að tryggja almannahag, er ekkert sérlega  trúverðugt.  Þetta lagaákvæði er fyrst og fremst hugsað til þess að tryggja að stjórnvöld hafi taumhald á reiði almennings, sama hversu ranglátlega þau útdeila "réttlæti sínu".       

Þannig eru lögleg versus ólögleg mótmæli úthugsað regluverk og þáttur í þeirri þöggun, bælingu og svo þeirri þrælslund sem ráðandi öfl vilja halda því samfélagi í sem þau kalla skríl.

En það hvort við megum mótmæla með réttu eða röngu er ekki það sem ætti að angra okkur.  Mesta hættan sem við stöndum frami fyrir er hvort almenningur sé svo plagaður af pólitískum átthagafjörum að hann láti gamla spillingarliðið í Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni, VG og Framsókn plata sig í næstu kosningum með því fláræði og fagurgala sem þeim er svo tamt. 

Það má ekki gerast enn eina ferðina að bara með breyttu stjórnarmynstri séu þau pólitísku öfl sem hér hafa öllu ráðið komin í sátt við þjóðina.  Það á ekki að veita því pakki sem ber ábyrgð á gripdeildum fjárglæframananna og útrásarvíkinganna áframhaldandi völd í landinu.  Almenningur veður að krefjast róttækari pólitískra breytinga en nokkru sinni fyrr ef eitthvað samfélagslegt réttlæti á að ríkja hér á landi.  Bæði Geir og Ingibjörg Sólrún bera mikla ábyrgð á hvernig komið er.  Það á einnig við um fyrrum forvígismenn Framsóknarflokksins og alla þá spillingarhjörð sem stjórnmálaflokkunum fylgir. 

DanTh, 20.1.2009 kl. 19:40

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

=kosningar strax=friður

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband